Í febrúar 2023 opnaði Útilíf glæsilega útivistarverslun í Skeifunni 11 sem hönnuð var af Gláma-Kím arkitektum og Ernu Einarsdóttur en samhliða þeirri opnun kynnti Útilíf til leiks endurmörkun vörumerkisins sem unnin var í samstarfi við Brú Strategy.
Markmiðið var byggja á sterkum grunni Útilífs sem útivistar- og íþróttaverslunar og leggja í sókn á þeim markaði.
Eitt af markmiðum Útilífs er að vera aflvaki hreyfingar hefur félagið markvisst unnið að því að efla hreyfingu og styðja við íþróttafólk.
Útivist og hreyfing, sem er eitt fjárfestingasviða Íslenskrar fjárfestingar, var sett á laggirnar 2021. Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson keyptu í sameiningu verslunina Útilíf af Högum. Íslensk fjárfesting keypti á árinu 2023 hlut J.S. Gunnarssonar í Útilíf og er því 100% eigandi félagsins í lok ársins 2023.
Í ágúst 2023 gekk Útilíf frá kaupum á útivistarversluninni Ölpunum sem var staðsett í Faxafeni 12. Með kaupunum kom sterkt vöruúrval Alpanna inn í Útilíf, þá sérstaklega á sviði skíða og útivistar. Í fyrra húsnæði Alpanna opnaði Útilíf íþrótta- og útivistarmarkað þar sem viðskiptavinum gefst kostur á að versla eldri vörur á lægra verði allan ársins hring.
Útilíf starfrækir fimm verslanir: tvær íþróttavöruverslanir í Smáralind og Kringlunni, útivistarverslun í Skeifunni 11 og íþrótta- og útivistarmarkað í Faxafeni 12 ásamt vefverslun.
Jafnframt sérverslun The North Face á Íslandi á Hafnartorgi sem þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina, innlendra sem erlendra.
Er þessu sviði ætlað að styðja við þessa starfsemi auk þess að sækja enn áfram í viðskiptatækifæri á þessu sviði.
Elín Tinna Logadóttir er framkvæmdastjóri Útilífs.
Sjá vefsíðu Útilífs www.utilif.is
Sjá vefsíðu North Face á Íslandi www.tnfreykjavik.is