Framkvæmdastjórn
Framkvæmdastjórn Íslenskrar fjárfestingar skipa sex aðilar: Arnar Þórisson, stjórnarformaður félagsins, Þórir Kjartansson, framkvæmdastjóri, Björn Þór Karlsson, lögmaður, Einar Þór Steindórsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar, Linda Metúsalemsdóttir, fjármálastjóri og Magnús Edvardsson, framkvæmdastjóri fjárfestinga.
Framkvæmdastjórn hefur það hlutverk að styðja við núverandi fyrirtæki sem Íslensk fjárfesting er fjárfestir í ásamt því að skoða nýjar fjárfestingar. Einnig heldur framkvæmdastjórn utan um fjárflæði allra dótturfyrirtækja Íslenskrar fjárfestingar ásamt því að sjá um ávöxtun á fjármagni og aðstoða dótturfélög við fjármögnun, fjármál, þróun og rekstur.
Starfsmenn
Hjá fyrirtækjum í meirihlutaeigu Íslenskrar fjárfestingar starfa 1049 starfsmenn (767 FTE). Hjá móðurfélaginu starfa sextán manns sem sinna fjárfestingum, þróun verkefna, fjármálastjórnun, mannauðsstjórnun, lögfræði, framkvæmdastjórn og utanumhaldi.