Útivist og hreyfing sem er nýtt fjárfestingasvið Íslenskrar fjárfestingar var sett á laggirnar 2021. Íslensk fjárfesting og J.S. Gunnarsson keyptu í sameiningu verslunina Útilíf af Högum. Eftir kaupin varð Íslensk fjárfesting 60 prósent hluthafi en J.S. Gunnarsson heldur á 40 prósent hlut í félaginu.

Útilíf rekur verslanir í Skeifunni, Kringlunni og Smáralind ásamtvef­ verslun. Útilíf var í endurmörkunarferli árið 2022 og nýtt vörumerki og stefna Útilífs var kynnt í upphafi árs 2023. Markmið nýrra eigenda er að byggja á sterkum grunni Útilífs sem útivistar-­ og íþrótta­verslunar og leggja sókn á þeim markaði.

Í júlí 2022 opnaði sérverslun The North Face á Íslandi á Hafnartorgi. Verslunin er staðsett í nýjum kjarna verslunar í miðbæ Reykjavíkur og þjónustar fjölbreyttan hóp viðskiptavina innlendra sem erlendra.

Er þessu sviði ætlað að styðja við þessa starfsemi auk þess að sækja enn áfram í viðskiptatækifæri á þessu sviði.

Elín Tinna Logadóttir er framkvæmdastjóri Útilífs.

Sjá vefsíðu Útilífs www.utilif.is

Sjá vefsíðu North Face á Íslandi www.tnfreykjavik.is