Veghúsastígur 7-9

Port 9

Verkefni Íslenskra fasteigna við íbúðir í Austurhöfn

Stafir stafirfasteignir.is
Stafir er fasteignafélag sem fjárfestir í atvinnuhúsnæði. Áhersla félagsins til framtíðar er einkum á fasteignir sem hýsa hótel, verslun, skrifstofur, iðnað og heilbrigðisþjónustu. Markmið félagsins er að stækka á öllum framangreindum sviðum í samvinnu við trausta leigutaka. 

Þegar litið er á helstu fjárfestingar félagsins þá vegur einna þyngst uppbygging fasteignasafns í hótelum sem er í útleigu til Flóru hotels og dótturfélaga. Undir merkjum Reykjavík Residence Hotel eru reknar hótelíbúðir þar sem sögufræg og glæsileg hús við Hverfisgötu, Lindargötu og Veghúsastíg verið endurbætt þar sem saga og fyrra útlit hvers húss hefur verið varðveitt og virt. Í dag geyma þessi átta hús 63 hótelíbúðir og vínbarinn Port 9. Hótelið Oddsson er síðan í húsnæði félagsins við Grensásveg 16 og er þar um að ræða 77 hótelherbergi.

Íslensk fjárfesting ehf er eigandi Stafa. Í stjórn félagsins sitja Þórir Kjartansson, formaður. Arnar Þórisson, Einar Steindórsson, Linda Metúsalemsdóttir og Magnús Edvardsson.

Framkvæmdastjóri félagsins er Björn Þór Karlsson.

Íslenskar fasteignir isfast.is

Íslenskar fasteignir ehf. er fasteignaþróunarfélag sem sérhæfir sig í verkefnastjórnun og umsjón við þróun fasteigna. ÍF tekur að sér samkvæmt samningi við fasteignaeiganda að annast alla þætti framkvæmda og undirbúning að þeim, þ.m.t. skipulagsvinnu, hönnun, útboð verkþátta, fjármögnun og sölu. Jafnframt tekur ÍF að sér rekstur fasteigna, viðhald og eftirlit eftir þörfum fasteignaeiganda hverju sinni. Þjónustusamningur við ÍF tryggir að saman fari hagsmunir ÍF og fasteignaeiganda um hámarks arðsemi.

Starfsmenn ÍF deila með sér áratuga reynslu af öllum þáttum sem snúa að þróun, fjármögnun og stjórnun fasteignaverkefna, þ.m.t. byggingarverkfræði, skipulagsferli, hagkvæmnisgreining, lögfræði, skjalagerð og fleira. Þekking starfsmanna ÍF spannar öll svið fasteignaþróunar, hvort sem er á undirbúnings- eða skipulagsstigi, framkvæmdastigi, við rekstur fasteigna eða sölu. ÍF tekur að sér allar gerðir fasteignaverkefna, þ.m.t. íbúðaverkefni, skrifstofuhúsnæði og hótelbyggingar. Fasteignaþróun er flókið, tímafrekt og áhættusamt ferli þar sem einstaka ákvarðanir í þróunarferlinu skipta sköpum um arðsemi þegar upp er staðið.

Sveinn Björnsson er framkvæmdastjóri félagsins og Gunnar Thoroddsen stjórnarformaður.