Félög í minnihlutaeign Íslenskrar fjárfestingar ehf. 


Leit­ar Capital Partners er skráður rekstr­araðili sér­hæfðra sjóða en að fyrsta sjóðnum koma rekstraraðilar og einka­fjár­fest­ar ásamt Ari­on banka og Vís. Leiðandi fjár­fest­ar í verk­efn­inu eru Íslensk fjár­fest­ing og Birg­ir Örn Birg­is­son, sem er jafn­framt stjórn­ar­formaður nýja fjár­fest­ing­ar­sjóðsins.

Sjá www.leitar.is


Íslensk fjárfesting er fjárfestir í tveimur leitarsjóðum á vegum Vonzeo Capital. Sjóðurinn byggir á sömu hugmyndafræði og Leitar Capital Partners en áhersla Vonzeo er fremur alþjóðlegar fjárfestingar.

Sjá www.vonzeocapital.com


Florealis býður upp á úrval skráðra jurtalyfja og lækningavara sem byggja á virkum náttúruefnum. Fyrirtækið styður við með­höndlun sjúkdóma á borð við kvíða, svefntruflanir og vægar þvagfærasýkingar. Allt eru þetta algengir sjúkdómar sem skorta fjölbreyttari meðferðarúrræði. Vörur Florealis eru fáanlegar í öllum apótekum á Íslandi og fjölmörgum apótekum í Svíþjóð. Allar vörur frá Florealis eru skráðar og viðurkenndar hjá lyfjayfirvöldum á öllum Norðurlöndunum.

Sjá www.florealis.is


Laufið er stafrænn vettvangur þar sem stjórnendur íslenskra fyrirtækja geta sameinast og hagnýtt sér fjölbreytt verkfæri í vegferð að sjálfbærari fyrirtækjarekstri, samfélagslegri ábyrgð og í baráttunni við loftslagsvána.

Sjá www.laufid.is


Félagið heldur utan um eignarhlut fjárfesta í Kynnisferðum og Norðursiglingu en hafði áður einbeitt sér að fjárfestingum í af­þreytingatengdri ferðaþjónustu, en þær fjárfestingar sam­einuðust inn í Kynnisferðum.

Eldey eignarhaldsfélag




Af öðrum fjárfestingum má nefna Tego Cyber og Mink Campers.