KILROY International

Stærsta fjárfesting félagsins á ferðaþjónustusviði er félagið KILROY International A/S. KILROY er evrópskt ferðaþjónustufyrirtæki sem er leiðandi á þeim sviðum sem það starfar á. Félagið starfar nú í sjö löndum, með skrifstofur á 20 stöðum í Evrópu og starfar undir fjórum vörumerkjum.

Hér má nálgast alþjóðlegt vefsvæði KILROY.

KILROY International er móðurfyrirtæki nokkurra evrópskra ferðaþjónustufélaga sem eru hvert og eitt leiðandi í þeirri tegund ferðaþjónustu sem félögin hafa skilgreint sem sinn markað. KILROY rekur vörumerki á átta mörkuðum í Evrópu og hjá KILROY starfa meira en 400 manns.

KILROY hafði vaxið umtalsvert á árunum fram að COVID-19 og tekið yfir fjölmörg minni ferðaþjónustufyrirtæki. Búist er við að vöxtur taki við sér að nýju á næstu árum bæði á núverandi mörkuðum fyrirtækisins og nýjum mörkuðum.

Helstu vörumerkin eru KILROY, Benns, Jysk Rejsebureau, Win­ berg Travel og ISIC. Félagið leggur mesta áherslu á einstaklings­ miðaðar ferðir og vega þar þyngst svokallaðar „backpackers“ ferðir en félagið hefur lengi verið í forystu á því sviði á Norður­ löndunum. Stærsti viðskiptavinahópur fyrirtækisins er ungt fólk og stúdentar en KILROY hefur meira en 60 ára reynslu í að þjóna þeim markhópi.

KILROY leggur mikið upp úr því að byggja upp vörumerki sín og efla það traust sem viðskiptavinirnir hafa á þeim. Mikil áhersla er lögð á menntun starfsfólks og að það búi sjálft að umtalsverðri ferða­ reynslu sem það getur miðlað til viðskiptavina. Undanfarin ár hefur verið fjárfest markvisst í upplýsingatækni og þjónustu á netinu og mun áfram verða leitað leiða til að þjóna viðskiptavininum sem best í gegnum netið.

KILROY heldur uppi sjálfseignarstofnuninni KILROY Foundation.

Starfsemi KILROY skiptist í raun í nokkra markaði. Auk einstaklings ferðanna sem að ofan er getið hefur KILROY sérhæft sig í ráðgjöf um menntun erlendis og hópferðum skólahópa. Benns er stærsti söluaðili námsferða í Danmörku ásamt því að selja dýrari ferðir á borð við siglingar, safarí, heilsuferðir og fleira. Jysk Rejsebureau hefur líkt og KILROY sérhæft sig í einstaklingsmiðuðum ferðum en skírskotar til breiðara aldursbils.

KILROY leggur áherslu á að starfsemi fyrirtækisins gagnist ekki eingöngu viðskiptavinum heldur líka umhverfinu og öðrum hags­ munaaðilum með langtíma sjálfbærni að leiðarljósi.

RR hótel

Helsta vörumerki RR hótels er REYKJAVIK RESlDENCE HOTEL. Hótelið er í sögufrægum húsum í miðborg Reykjavíkur, byggðum snemma á síðustu öld. Þau hafa verið endurnýjuð í góðri sátt við uppruna þeirra og byggingaryfirvöld. Fyrrum hlutverkum húsanna er miðlað í máli og myndum í hverju húsi fyrir sig á sameiginlegum svæðum þess. Hótelið er fyrir kröfuharðari viðskiptavini og hefur unnið til fjölmargra verðlauna. Reykjavík Residence hefur verið starfrækt síðan í mars 2011 og framkvæmdastjóri félagsins er Inga Harðardóttir.

Reykjavík Residence hótel er til húsa við Hverfisgötu og Veghúsastíg og er því mjög miðsvæðis og nálægt helstu verslunargötum Reykjavíkur. Hótelið samanstendur af sjö byggingum; Hverfisgötu 21, 45 og 78, Veghúsastíg 7, 9 og 9a og Lindargötu 11. Alls rekur RR hótel 63 íbúðir í 7 húsum.

TOWER SUITES
Á árinu 2018 keypti RR hótel félagið Kistil sem rekur gististarfsemi og tengda þjónustu á efstu hæð turnsins við Höfðatorg í Reykjavík undir vörumerkjum Tower Suites Reykjavík. Á hæðinni eru 8 svítur, glæsileg gestamóttaka og einstakt útsýni í allar áttir. Félagið tók yfir reksturinn í maí 2018. Gengið hefur vel og er töluverð samlegð með Reykjavík Residence og Tower Suites. Sjá vefsíðu Tower Suites.

ODDSSON HOTEL: RR Hótel tók við rekstri Oddsson, sem er staðsett á Grensásvegi 16a, á vormánuðum 2020. Um er að ræða stílhreint 77 herbergja hótel, hóflega verðlagt og hentugt fyrir smærri hópa og fjölskyldur. Afar vel staðsett rétt fyrir utan miðkjarna borgarinnar. Sjá vefsíðu ODDSSON.

PORT 9
RR hótel rekur vínbarinn Port 9 við Veghúsastíg 7 . Þar er einnig morgunverður á vegum Reykjavík Residence. Port 9 var opnað í nóvember 2016 og hefur verið vel tekið af viðskiptavinum þess, bæði innlendum sem og erlendum ferðamönnum. Nafnið Port 9 er dregið af portinu sem er á milli húsanna Veghúsastígs 7, 9 og 9A . Sjá vefsíðu Port 9.